Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Án ökuréttinda á ofsahraða
Mánudagur 23. október 2006 kl. 09:26

Án ökuréttinda á ofsahraða

Lögreglan í Keflavík elti uppi ökumanns bifhjóls síðdegis í gær eftir að hafa mælt hann á 156 km hraða skammt frá Vogum. Ökuníðingurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum og ók í átt til Hafnarfjarðar. Lögreglan þar reyndi að stöðva hann við álverið en tókst ekki. Skammt frá Haukahúsinu lenti ökuníðingurinn hins vegar í mikilli umferð sem hindraði för hans. Gafst hann þá upp og stöðvaði bifhjólið. Í ljós kom að ökurmaðurinn, sem er 19 ára, var án ökuréttinda en þau hafði hann aldrei öðlast.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024