Ammóníaksleki í Njarðvík
Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var í gærkvöldi kallað út vegna ammóníaksleka í fiskverkunarhúsi við Njarðvíkurhöfn. Enginn var í húsinu en starfsmaður sem þangað átti erindi varð var við lekann. BS er búið sérstökum búnaði og göllum til að fást við eiturefnaleka og fóru slökkviliðsmenn inn í húsið. Í ljós kom að rör í vélasal hafði gefið sig svo ammóníak fór að leka. Lokuðu þeir fyrir lekann og loftræstu húsið en fnykurinn frá því var orðinn nokkuð megn.
VFmynd/elg.