Ammoníakleki stöðvaður
Ammoníakleki kom upp í fiskvinnsluhúsi við Hrannargötu í Reykjanesbæ í gær. Loki í frystikerfinu hafi gefið sig og var lið frá Brunuvörnum Suðurnesja kallað út til að skipta um hann. BS hefur yfir að ráða útbúnaði til að fást við tilfelli sem þessi. Að sögn slökkvistjóra gekk vel að skipta um lokann en verkið tók rúman hálftíma.
VFmynd/elg.