Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Amman og afinn urðu fyrir barsmíðum vegna skuldar barnabarnsins
Mánudagur 31. janúar 2011 kl. 15:26

Amman og afinn urðu fyrir barsmíðum vegna skuldar barnabarnsins

Axel Karl Gíslason og Viktor Már Axelsson sem meðal annars eru ákærðir fyrir að ráðast á eldri hjón og dóttur þeirra í Reykjanesbæ þann 3. maí sl. neita sök og segja að maðurinn hafi átt upptökin. Annar þeirra hefur játað að hafa slegið manninn einu höggi í andlitð og sparkað í fætur hans en hinn játar að hafa hrint honum í jörðina. Þeir gátu hins vegar ekki útskýrt alla áverkana sem maðurinn hlaut við árásina eða áverka konu hans og dóttur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þessir tveir piltar ætluðu að taka við 30.000 krónum úr hendi manns sem er barnabarn hjónanna en Axel sagði að hann hefði ætlað sér að innheimta skuld fyrir vinkonu sína. Skuldarinn var ekki heima en afi hans var við húsið. Saksóknari benti á að maðurinn sem varð fyrir árásinni hefði m.a. hlotið nefbrot, rifbeinsbrot, skurði á andliti og nefi og marist víða um líkamann. Hvorugur ákærða gáfu skýringar á því hvernig hann hlaut áverkana, en framburður þeirra var að stærstu leyti samhljóma um árásina á manninn, þó ekki allur. Þeir eru einnig ákærðir fyrir að ráðast að eiginkonu mannsins og dóttur en því neituðu mennirnir báðir.

Aðalmeðferð málsins lýkur væntanlega á miðvikudag en þetta er ekki eina ákæran sem þeir Axel og Viktor verjast fyrir héraðsdómi í dag. Þeir eru m.a. ákærðir fyrir brot gegn valdstjórninni, þjófnað, skjalafals og ölvunarakstur.


Myndin tengist ekki efni fréttarinnar.