Amfetamín og eðla tekin við húsleit í Reykjanesbæ
Amfetamín, eðla og svefnlyf var meðal þess sem blasti við lögreglunni á Suðurnesjum, þegar hún gerði húsleit í íbúðarhúsnæði í Reykjanesbæ síðastliðið föstudagskvöld, að fengnum dómsúrskurði. Húsráðandi, tæplega þrítugur karlmaður, var handtekinn og færður á lögreglustöð.
Hann tjáði lögreglu að efnin væru í eigu félaga síns. Hann gekkst hins vegar við því að eiga eðluna, sem er um hálfur metri að lengd. Lögregla haldlagði amfetamínið, svefntöflurnar og eðluna, en smygl og varsla slíkra dýra er brot á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim.