Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Amabadama á trúnó
Fimmtudagur 7. september 2017 kl. 09:53

Amabadama á trúnó

Hljómahöll tilkynnti í haust nýja tónleikaröð sem fer fram í vetur sem ber heitið TRÚNÓ. Allir tónleikarnir munu fara fram í Bergi en það er minnsti salur Hljómahallarinnar með aðeins 100 sætum. Hljómsveitirnar og listamennirnir sem koma fram í tónleikaröðinni eru yfirleitt vanari að spila fyrir töluvert stærri hóp áhorfenda.

Í kvöld fara fram fyrstu tónleikarnir á tónleikaröðinni og er það reggíhljómsveitin AMABADAMA sem ríður á vaðið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Reggíhljómsveitina Amabadama skipa þau Gnúsi Yones, Salka Sól og Steinunn Jóns. Þau hafa verið á gerð á flugi síðan lagið Hossa hossa kom út árið 2014 og hlutu þau Íslensku tónlistarverðlaunin sem nýliðar ársins 2015.

Enn eru nokkrir miðar eftir en miðasalan er í fullum gangi inn á hljomaholl.is og er miðaverð aðeins 3900 kr. Ekki missa af frábærri kvöldstund með Amabadama.