Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 19. janúar 2004 kl. 15:47

Ályktun frá Suðurnesjadeild Félags leikskólakennara

Stjórn 10. svæðadeildar Félags leikskólakennara hefur sent frá sér ályktun þar sem ummæli bæjarstjóra Reykjanesbæjar í viðtali í Víkurfréttum frá 15. janúar er mótmælt harðlega. Í ályktuninni segir að í viðtalinu sé það borið á borð fyrir foreldra og almenning að launahækkanir leikskólakennara séu meginástæða fyrir hækkunum leikskólagjalda. Í ályktuninni segir einnig að það sé með öllu óþolandi að sveitarstjórnarmenn rökstyðji hækkanir leikskólagjalda með þeim hætti er bæjarstjóri gerði í viðtalinu. Í kvöld standa foreldrafélög leikskóla í Reykjanesbæ fyrir opnum fundi um hækkun á leikskólagjaldi í Njarðvíkurskóla. Árni Sigfússon bæjarstjóri mun sitja fyrir svörum á fundinum sem hefst klukkan 20:00.

Ályktun:

Stjórn 10. svæðadeildar Félags leikskólakennara mótmælir harðlega, málflutningi bæjarstjóra Reykjanesbæjar og formanni Fræðsluráðs, sem birtist í viðtali í Víkurfréttum 15. janúar s.l. Þar er borið á borð fyrir foreldra og almenning að launahækkanir leikskólakennara séu meginástæða fyrir hækkunum leikskólagjalda. Í viðtalinu vísar Árni Sigfússon í miklar hækkanir á launum leikskólakennara sem sveitarfélagið þurfi að taka á sig en til upplýsingar má geta þess að gengið var frá samningi um kaup og kjör leikskólakennara 24. janúar 2001 þannig að bæjarstjóri hefur haft rúman tíma til að gera ráðstafanir. Það er óþolandi  með öllu að sveitastjórnarmenn rökstyðji hækkanir leikskólagjalda með ofangreindum hætti fyrir foreldrum í hvert sinn sem lág laun leikskólakennara  hækka. Bent er á að slíkt er ekki gert þegar aðrar stéttir eiga í hlut.  Stjórn 10. svæðadeildar Félags leikskólakennara

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024