Alvöru kafari í Vatnaveröld
Verkefnin hjá Sigurði Stefánssyni, kafara, eru margvísleg. Heimsókn hans í útisundlaug Vatnaveraldar vakti athygli í gær en þá fór kappinn í hlutverk flísalagningamanns.
Flísar losnuðu upp af botni laugarinnar fyrir nokkru síðan. Það er tímafrekt að tæma 25 metra langa laugina fyrir slíkt verkefni, flísagat á fermetra eða svo. Þar kom Siggi kafari til sögunnar og leysti málið með því að flísaleggja sárið á botni laugarinnar. Aðstoðarmaður hans skellti lími á bak flísanna og svo flísaði kafarinn eins og enginn væri morgundagurinn, fúaði og gert fínt í sundlauginni flottu. Sundlaugargestir og starfsmenn horfðu á í fjarska og undruðust færni kafarans úr Sandgerði.