Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Álversumræða á þingi: Umhverfisráðherra vill aðra atvinnuuppbygginu en álver
Miðvikudagur 11. febrúar 2009 kl. 16:14

Álversumræða á þingi: Umhverfisráðherra vill aðra atvinnuuppbygginu en álver



Kolbrún Halldórsdóttir, umhverfisráðherra, segist vilja sjá aðra atvinnuuppbyggingu en álver. Hún hafi kosið að líta svo á að innan starfstíma núverandi ríkisstjórnar verði hvorki reist álver í Helguvík eða á Bakka. Þetta kom fram í svari hennar á Alþingi í dag við fyrirspurn Bjarkar Guðjónsdóttur 9. þingmanns Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Björk spurði hver væri afstaða umhverfisráðherra til uppbyggingar álvers í Helguvík.

Í svari  umhverfisráðherra kom fram að engin áform væru um ný álver á starfstíma þessarar ríkisstjórnar, eins og kveðið væri á um í verkefnaskrá hennar.
„Ég hef kosið að líta svo á að innan þess starfstíma verði hvorki reist álver á Bakka né Helguvík…Ég hef líka sagt í viðtölum, og við það vil ég standa þann tíma sem ég sit í ríkisstjórn, að það þurfi að taka á varðandi atvinnuuppbygginguna og þar eru Suðurnes í sérstökum brennnipunkti,“ sagði umhverfisráðherra í svari sínu.
Kolbrún sagði Þingeyjasýslur og höfðuðborgarsvæðið einnig í brennipunkti. Hún hafi nefnt í viðtölum að 600 störf kynnu að tapast í byggingariðnaði yrði ekki haldið áfram með byggingu tónlistarhússins. Hún teldi mjög mikilvægt að vernda þau störf.

„Ég mun leggja mitt af mörkum varðandi nýja atvinnuuppbyggingu, líka á Suðurnesjum. Ég segi hins vegar að reynslan frá álversuppbyggingu í Fjarðarbyggð hræðir…reynslan af stóriðjuframkvæmdum almennt hér á landi sýnir að hún hefur ekki haft þau miklu, jákvæðu samfélagsáhrif sem gert hafði verið ráð fyrir og talsmenn þeirra vonuðu,“ sagði ráðherra og nefndi í því samhengi íbúaþróunina í austurlandsfjórðungi . Þar hafi íbúum fækkað eftir að framkvæmdum lauk.
„Í mínum huga mælir allt með því að við förum í annars konar atvinnuuppbyggingu heldur en álver,“ sagði Kolbrún m.a. í svari sínu.

„Ég vil benda umhverfisráðherra á að stuðngur við álversframkvæmdir er mikill á Suðurnesjum ekki síst nú þegar sverfir að í atvinnumálum. Það er ljóst að heimamenn binda miklar voinir við framboð, fjölþætt og vel launuð störf.  Menn vilja styðja við þetta verkefni og nýta orkuauðlindirnar á Reykjanesi til atvinnusköpunar með þessum hætti. Þess vegna er afar mikiklvægt að umhverfisráðherra standi með fólkinu og greiði götu álversframkvæmda alla leið,“ sagði Björk Guðjónsdóttir í ræðustól.  Hún sagði það umhugsunarefni hversu háar atvinnuleysistölurnar væru ef Íslendingar hefðu ákveðið að nýta ekki orkuauðlindirnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024