Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Álverssinnar í Hafnarfirði: Álver á Keilisnesi illskásti kosturinn
Laugardagur 7. apríl 2007 kl. 00:17

Álverssinnar í Hafnarfirði: Álver á Keilisnesi illskásti kosturinn

Formaður samtakanna Hagur Hafnarfjarðar segir það illskásta kostinn fyrir Hafnfirðinga ef Alcan hyggst byggja nýtt álver á Keilisnesi á Vatnsleysuströnd. Engu að síður myndi Hafnarfjarðarbær tapa gríðarlegum tekjum ef álverið færi úr bænum.
Í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær var greint frá því að Keilisnes á Vatnsleysuströnd væri einn þeirra kosta sem Alcan á Íslandi hyggðist hugleiða fyrir nýtt álver, í kjölfar þess að stækkun álversins í Straumsvík var felld í kosningu síðustu helgi. Ekkert hefur verið ákveðið hvort Alcan færi sig um set enn sem komið er. Ingi B.Rútsson formaður samtakanna Hagur Hafnarfjarðar segir að ef til þess kæmi yrði það illskásti kosturinn fyrir Hafnfirðinga sem gætu þá farið þangað til vinnu. Hann segir hins vegar alveg liggja fyrir að bærinn yrði af gríðarlegum tekjum og höfnin stæði eftir tekjulaus. Niðurstaða kosninganna um stækkun álversins verði áfall fyrir Hafnarfjarðabæ til lengri tíma litið.
Frá þessu var greint á Stöð 2 í kvöld.

 

www.visir.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024