Álversframkvæmdir á áætlun
Bygging fyrsta áfanga álvers í Helguvík frestast ekki, þótt OR hafi verið synjað um 30 milljarða lán frá Evrópska fjárfestingabankanum fyrir byggingu Hverahlíðarvirkjunar. Fréttastofa Rúv hefur þetta eftir forstjóra Norðuráls.
Orkuveitunni var synjað um lánið þar sem mikil óvissa ríkir um efnhagsástand og horfur á Íslandi.
Annar áfangi álversins gæti hinsvegar frestast ef ástand á fjármálamörkuðum fer ekki að lagast, hefur RUV eftir forstjóra Norðuráls. Hann segir undirbúning framkvæmdanna annars ganga samkvæmt áætlun.
Eftirlitsstofnun EFTA á eftir að skila áliti sínu á fjárfestingasamningi við ríkið, en hann er forsenda þess að fjármögnun álversins komist í höfn. Vænta má niðustöðunnar síðar í sumar.