Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Álver í Helguvík nýtir aðeins þriðjung af lausum losunarheimildum
Þriðjudagur 18. mars 2008 kl. 17:54

Álver í Helguvík nýtir aðeins þriðjung af lausum losunarheimildum

Eftir úthlutun á losunarheimildum hérlendis á koltvísýringi fyrir árin 2008-2012, sem fram fór síðastliðið haust, hefur um 1,8 milljónum tonna af losunarheimildum skv. hinu svokallaða íslenska ákvæði ekki enn verið úthlutað.

Líklegt að heimildir verði ekki fullnýttar
Norðurál sótti um 637.000 tonna kvóta fyrir álver í Helguvík eða um þriðjung þess sem afgangs er. Við næstu úthlutun reiknar Norðurál með að sækja um þetta sama magn. Þá munu standa eftir um 1.270 þúsund tonn af losunarheimildum á tímabilinu. Það er því vert að leiðrétta þann misskilning að álver í Helguvík hindri framgang annarra verkefna vegna losunarheimilda. Miðað við stöðu þekktra verkefna verður að teljast líklegra að ekki náist að nýta að fullu losunarheimildir skv. íslenska ákvæðinu á tímabilinu 2008-2012.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024



Gríðarlegur munur
Athyglisvert er í þessu sambandi að á síðasta ári jókst álframleiðsla Kínverja um ríflega 3 milljónir tonna og var í lok árs 2007 12,7 milljónir tonna á ári. Langflest álver í Kína fá orku sína frá kolaorkuverum. Í fyrra voru einnig endurræst mörg álver, t.d. í Bandaríkjunum, sem höfðu áður hætt framleiðslu og eru nú um milljón tonn af áli framleidd í þeim álverum á ári.

Ef álvinnsla í Helguvík losaði svipað magn gróðurhúsalofttegunda og álvinnsla í Kína hefði nauðsynlegur kvóti ekki verið 637.000 tonn heldur rúmlega 5 milljónir tonna á umræddu tímabili, segir í tilkynningu frá Norðuráli.