Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Álver í Helguvík: Lóðar- og hafnarsamningur hugsanlega undiritaður í dag
Fimmtudagur 27. apríl 2006 kl. 17:00

Álver í Helguvík: Lóðar- og hafnarsamningur hugsanlega undiritaður í dag

Samingur Norðuráls og Reykjanesbæjar um lóð og hafnaraðstöðu undir álver í Helguvík verður hugsanlega undirritaður í dag eða í kvöld, samkvæmt heimildum VF.
Bæjarráð fjallaði um málið á fundi sínum í morgun og var bæjarstjóra falið að undirrita samninginn fyrir hönd bæjarsjóðs. Menn líta svo á að lóðar- og hafnarsamningurinn sé staðfesting á því að Norðurál vilji byggja álver í Helguvík, ef allir aðrir þættir málsins gangi eftir.

Samningurinn hefur verið í burðarliðnum um tíma en með honum er Norðurál að tryggja sér lóð, ásamt því að semja um gjöld til Reykjanesbæjar, s.s. hafnargjöld og fasteignagjöld, ef af byggingu álvers verður.

Líta menn á þennan samning sem ákveðin áfanga á þeirri löngu leið sem allt ferlið tekur, því eftir er að semja um orku og fjalla um umhverfismat en sú vinna tekur einhverja mánuði . Í það minnsta sýni þessi samningur að mönnum sé alvara um að bygga álver í Helguvík ef aðrir þættir málsins gangi eftir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024