Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Álver í Helguvík: Deiliskipulag samþykkt
Föstudagur 2. febrúar 2007 kl. 17:10

Álver í Helguvík: Deiliskipulag samþykkt

Samþykkt var á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar í gær að auglýsa breytingu á aðalskipulagi bæjarins fyrir árin 1995-2015 ásamt drögum að umhverfismati aðalskipulagsbreytinganna.  Einnig samþykkti ráðið deiliskipulagstillögu af iðnaðarsvæðinu í Helguvík.

Þessar ráðstafanir eru liður í undirbúningi fyrir álver NorðurálsVið Berghóla í Garði og í Helguvík í Reykjanesbæ.

Málið verður tekið til afgreiðslu bæjarstjórnar Reykjanesbæjar þann 6. Febrúar nk.

Eftirfarandi bókun var lögð fram til skýringar á málinu:

Undanfarið hefur staðið yfir undirbúningur að byggingu álvers sem nyti hafnarstöðu í Helguvík. Nú liggur fyrir samningur milli Reykjanesbæjar og Sveitarfélagsins Garðs um fyrirhugaða staðsetningu álversins. Gert er ráð fyrir að starfsemi álversins verði á lóðum staðsettum í báðum sveitarfélögunum sbr. meðfylgjandi drög að aðalskipulagsbreytingum.
Fyrirliggjandi eru drög að breytingum á aðalskipulagi Reykjanesbæjar 1995-2015 og aðalskipulagi Sveitarfélagsins Garðs 1998-2018. Einnig eru fyrirliggjandi drög að umhverfisskýrslu vegna umhverfismats breytinga á þessum aðalskipulögum. Markmið með þessum breytingum er að skapa iðnaðarsvæði fyrir álver og áltengdan iðnað og með því að fjölga atvinnutækifærum og renna styrkari stoðum undir atvinnuuppbyggingu á Rosmhvalsnesi. Um er að ræða lið í mótvægisaðgerðum vegna fækkunar starfa við brotthvarf varnarliðsins.

Einnig er fyrirliggjandi deiliskipulagstillaga af iðnaðarsvæðinu í Helguvík og af iðnaðarsvæðinu við Berghóla í Sveitarfélaginu Garði.

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar samþykkir framlögð drög að breytingu á aðalskipulagi Reykjanesbæjar 1995-2015 ásamt drögum að umhverfismati aðalskipulagsbreytinganna. Einnig samþykkir ráðið fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu af iðnaðarsvæðinu í Helguvík, Reykjanesbæ.

Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugasemd við framlögð drög að breytingum á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Garðs 1998-2018 né heldur fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu af iðnaðarsvæðinu við Berghóla í Sveitarfélaginu Garði.

Í samræmi við 1. mgr. 26. gr skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með óskað eftir að skipulagsstofnun heimili auglýsingu á fyrirliggjandi drögum að breytingu á aðalskipulagi Reykjanesbæjar ásamt umhverfisskýrslu og fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu af iðnaðarsvæðinu í Helguvík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024