Alvarlegum brotum fækkar
Vegna umfjöllunar um fjölda alvarlegra afbrota á Suðurnesjum og í Reykjanesbæ hefur skrifstofa Reykjanesbæjar sent frá sér tilkynningu þar sem bent er á að samkvæmt nýrri
greiningu Ríkislögreglustjóra á fjölda afbrota á hverja 10.000 íbúa árin 2007 til 2009 hefur fjöldi alvarlegra afbrota á Suðurnesjum farið lækkandi sl. fimm ár.
Bent er á að þegar skoðaður sé málaflokkurinn manndráp og líkamsmeiðingar, sem hefur nú verið til umræðu, megi sjá að tölurnar á Suðurnesjum hafi farið lækkandi ef bornir eru saman fyrstu ársfjórðungar síðustu fimm ára.
Fyrsti ársfjórðungar 2006 til 2010.
2010 = 19
2009 = 33
2008 = 26
2007 = 35
2006 = 24
Mikil fækkun er á fjölda afbrota á fyrsta ársfjórðungi milli ára og hafa tölurnar ekki verið lægri í fimm ár.
Apríl 2010 = 9
Apríl 2009 = 10
Apríl 2008 = 17
Apríl 2007 = 7
Apríl 2006 = 6
Því er hér með komið á framfæri.
---
Tengd frétt:
Flestar líkamsárásir á Suðurnesjum