Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 30. október 2000 kl. 16:51

Alvarlegt vinnuslys í Grindavík

Maður brenndist illa í vinnuslysi sem varð hjá Fiskimjöl og Lýsi í Grindavík sl. föstudag. Maðurinn var að vinna við að losa stíflu í niðurfalli og notaði til þess vítissóda. Hann setti síðan heitt vatn ofan í niðurfallið með þeim afleiðingum að sprenging varð og hann fékk sódann yfir sig. Maðurinn brenndist á andliti, bringu og á höndum. Þá varð annað auga hans illa brunnið. Maðurinn var fluttur í snatri á Sjúkrahús Reykjavíkur í Fossvogi. Vinnueftirlitið og rannsóknarlögreglan í Keflavík rannsaka nú málið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024