Þriðjudagur 5. september 2000 kl. 14:05
Alvarlegt vinnuslys
Maður hrapaði ofan úr stálgrindarhúsi, sem er í byggingu á hafnarsvæðinu í Vogum, síðdegis á mánudag. Fallið var um þrír metrar og kenndi maðurinn til eymsla í mjöðm. Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar en þaðan í aðgerð á sjúkrahús í Reykjavík.