Alvarlegt umferðarslys við Mánatorg í Keflavík
Fjórir voru fluttir á spítala eftir að bíll valt við Mánatorg norðan við Keflavík um hálfsjöleytið í morgun. Í bílnum voru þrjár stúlkur og einn piltur.
Öll eru þau rétt undir tvítugu. Þrjú þeirra voru flutt á slysadeild Landspítalans í Fossvogi en eitt á sjúkrahús í Keflavík, að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum. Ekki er vitað um líðan þeirra.
Lögreglan gat ekki gefið upplýsingar um tildrög slyssins að svo stöddu að því er fram kemur á visir.is.