Alvarlegt umferðarslys í Reykjanesbæ
Alvarlegt umferðarslys varð á Njarðarbraut í Reykjanesbæ síðdegis í dag. Allt tiltækt björgunarlið á sjúkrabílum, tækjabíl og frá lögreglu var kallað út um kl. 17 í dag en árekstur hafði orðið milli tveggja bíla á Njarðarbraut á móts við skoðunarstöð Frumherja.
Tveir voru í öðrum bílnum en einn í hinum. Samkvæmt upplýsingum lögreglu er einn alvarlega slasaður en hann ók öðrum bílnum.
Nánari upplýsingar um slysið er ekki að hafa eins og er en lögregla er enn við störf á vettvangi slyssins.