Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Alvarlegt umferðarslys á Reykjanesbraut - allir sjúkrabílarnir í útkallið
Laugardagur 18. júní 2011 kl. 00:04

Alvarlegt umferðarslys á Reykjanesbraut - allir sjúkrabílarnir í útkallið

Alvarlegt umferðarslys varð á Reykjanesbraut á Vogastapa seint í kvöld. Bifreið endastakkst og hafnaði utan vegar eftir að hafa ekið aftan á aðra bifreið. Fjöldi sjúkrabíla var kallaður til, auk tækjabíls og fjölda lögreglumanna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Það var á ellefta tímanum í kvöld sem tilkynning barst um slysið. Tilkynningin var nokkuð óljós en þó ljóst að bifreið hafi endastungist og oltið utan vegar og hafnað þar á hvolfi. Fljótlega var mönnum þó ljóst að eitthvað meira hafði gerst því talsvert frá þeim stað þar sem bíllinn hafði oltið var önnur bifreið mikið skemmd eftir aftanákeyrslu. Sá bíll var fullur af ferðamönnum sem kenndu sér eymsla.


Allir tiltækir sjúkrabílar Brunavarna Suðurnesja voru því kallaðir út og að auki kom einn sjúkrabíll úr Hafnarfirði. Þá var tækjabíll Brunavarna Suðurnesja einnig í útkallinu þannig að frá Brunavörnum Suðurnesja voru 12 menn í útkallinu auk fjölmenns liðs frá lögreglunni á Suðurnesjum.


Ekki liggur fyrir hversu alvarleg meiðsl urðu á ökumanni þeirrar bifreiðar sem valt en hann var einni í bílnum.


Meðfylgjandi myndir voru teknar á vettvangi slyssins nú áðan. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson