Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Alvarlegt umferðarslys - Lýst eftir bláum skutbíl
Föstudagur 30. nóvember 2007 kl. 18:04

Alvarlegt umferðarslys - Lýst eftir bláum skutbíl

Alvarlegt umferðarslys varð á mótum Vesturgötu og Birkiteigs í Reykjanesbæ um kl. 17 í dag þar sem ekið var á barn. Barnið, sem er 4 ára drengur, slasaðist alvarlega og var flutt í forgangsakstri til Reykjavíkur, en ekki er vitað frekar um líðan þess í augnablikinu.

Gerandi flúði af vettvangi, en lögregla lýsir eftir bláum skutbíl sem sást yfirgefa vettvanginn. Þeir sem geta gefið frekari upplýsingar um atburðinn eða bíl sem svarar þessari lýsingu eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 112.

VF-mynd/Þorgils - Frá vettvangi í kvöld
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024