Alvarlegt umferðarlsys á Reykjanesbraut í nótt
Alvarlegt umferðarslys varð á Reykjanesbraut, skammt innan við Voga á þriðja tímanum í nótt. Ökumaður fólksbifreiðar missti vald á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún fór um 80 metra yfir klappir og móa, uns hún valt. Fjórir varnarliðsmenn voru í bifreiðinni og kastaðist einn þeirra út úr bílnum. Hann var meðvitundarlaus og mikið slasaður þegar björgunarlið kom á vettvang frá Keflavík og Reykjavík. Þrír sjúkrabílar voru sendir frá Keflavík á slysstað og einnig kom sjúkrabíll úr Reykjavík með lækna.Allir fjórir sem voru í bifreiðinni voru fluttir á sjúkrahús í Reykjavík og samkvæmt upplýsingum á slysavettvangi voru a.m.k. tveir þeirra mikið slasaðir og annar án meðvitundar.
Nánari upplýsingar um slysið er ekki að hafa þar sem lögreglan hefur nýlokið störfum á slysstað. Tildrög slyssins eru óljós. Bifreiðin er gjörónýt eins og sést á meðfylgjandi ljósmynd Hilmars Braga af vettvangi í nótt.
Myndin: Bifreiðin er gjörónýt eftir slysið. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Nánari upplýsingar um slysið er ekki að hafa þar sem lögreglan hefur nýlokið störfum á slysstað. Tildrög slyssins eru óljós. Bifreiðin er gjörónýt eins og sést á meðfylgjandi ljósmynd Hilmars Braga af vettvangi í nótt.
Myndin: Bifreiðin er gjörónýt eftir slysið. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson