Alvarlegt slys í tívolítæki
Alvarlegt slys varð í leiktæki á hátíðarsvæði Ljósanætur í dag þar sem 9 ára stúlka hlaut opið beinbrot og ljótan áverka þegar hún festi handlegg í tívolítæki. Hún var flutt með sjúkrabíl til Reykjavíkur í aðgerð.
Leiktækið var tekið úr umferð um stund en var síðan tekið í notkun að nýju eftir að breytingar höfðu verið gerðar á því.
Leiktækið komið í gang að nýju eftir að alvarlegt slys varð þar fyrr í dag. Eins og sjá má hafa regnhlífarnar verið fjarlægðar úr tækinu. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson