Alvarlegt köfunarslys við Kleifarvatn í gærkvöldi
Maður liggur illa haldinn á Landspítala-Háskólasjúkrahúsi í Fossvogi eftir slys við köfun í Kleifarvatni í gærkvöld. Þrír menn voru við köfun þar og þurftu skyndilega að koma úr kafi þar sem einn hafði fallið í yfirlið ofan í vatninu á um 50 metra dýpi. Þeir fengu allir köfunarveiki.Félagar mannsins sem féll í yfirlið komu honum upp á yfirborð vatnsins og gerðu vart við sig. Þeir hófu þegar aðgerðir til að koma öndun af stað. Þeir voru fluttir á sjúkrahús með þyrlu landhelgisgæslunnar og settir í þrýstijöfnunarkefa. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Keflavík var maðurinn farinn að anda en var enn í dái um miðnættið í gær. Mennirnir þrír voru allir settir í þrýstiklefa þar sem þeir komu mjög hratt upp á yfirborðið úr miklu dýpi.