Alvarlegt flugeldaslys í Grindavík: Tveir sjúkrabílar flytja slasaða
Tveir sjúkrabílar frá Slökkviliði Grindavíkur og Brunavörnum Suðurnesja eru þessa stundina að flytja tvö börn á bráðamóttöku Landsspítala Háskólasjúkrahúss í Reykjavík eftir alvarlegt flugeldaslys í Grindavík.
Ekki var hægt að fá nánari upplýsingar um slysið nú rétt áðan en að sögn sjónarvotta var viðbúnaður sjúkrabílana mikill.