Alvarlegt bílslys á Brautinni
				
				Þrír ungir menn lentu í alvarlegu bílslysi á Reykjanesbraut, skammt austan við Vogaafleggjara, á ellefta tímanum í gærkvöldi.Þeir eru mikið slasaðir.Ökumaður bílsins tók framúr tveimur bílum en ók of greitt og missti stjórn á bílnum. Bifreiðin kastaðist út í móa og gjöreyðilagðist. Drengirnir þrír voru allir fluttir á sjúkrahús í Reykjavík, mikið slasaðir.Þegar farið var að kanna vettvang, fannst mikið af vopnum í móanum í kringum bifreiðina, m.a. flugbeittir hnífar og fleira. Málið er í rannsókn.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				