Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fimmtudagur 5. júlí 2001 kl. 12:00

Alvarlega slösuð eftir bifhjólaslys á Hafnargötu

Ung stúlka var flutt á Landspítalann í Fossvogi eftir að hafa lent í bifhjólaslysi á Hafnargötu í Keflavík um klukkan hálfníu í gærkvöldi.Stúlkan er alvarlega slösuð en henni er haldið sofandi í öndunarvél.
Hafnargatan var lokuð lengi í gærkvöldi vegna slyssins. Talið er að stúlkan hafi misst stjórn á mótorhjólinu og ekið á gangstéttarbrún með þessum afleiðingum.
Læknir kom á slysavettvang og var stúlkan flutt beint á sjúkrahús í Reykjavík en læknir og þrír sjúkraflutningsmenn fóru með sjúkrabílnum til Reykjavíkur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024