Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Alvarlega slasaður eftir vinnuslys
Frá flugafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli. Mynd úr safni.
Föstudagur 4. apríl 2014 kl. 10:39

Alvarlega slasaður eftir vinnuslys

– féll úr lestaropi flugvélar

Tvö vinnuslys urðu í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Starfsmaður á Keflavíkurflugvelli féll aftur fyrir sig niður um lestarop flugvélar við affermingu hennar og lenti á flughlaðinu. Fallhæðin var tæplega þrír metrar. Viðkomandi var komið undir læknishendur á Landspítala, en hann reyndist alvarlega slasaður á höfði.

Þá slasaðist sjómaður um borð í m/b Keili SI- 145 þegar hann lenti með höndina í netaspili, með þeim afleiðingum að þumalfingur hans brotnaði. Maðurinn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024