Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Alvarleg staða í ferðaþjónustu vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra
Föstudagur 13. maí 2011 kl. 16:56

Alvarleg staða í ferðaþjónustu vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra



Samtök ferðaþjónustunnar lýsa yfir miklum áhyggjum vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra sem raskar flugstarfsemi, bæði innanlands sem utan með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.  Ferðaþjónustan er mjög viðkvæm fyrir slíkum truflunum og eru þær slæmar fyrir ímynd og orðspor Íslands sem ferðamannalands.  Ferðamenn forðast almennt svæði þar sem búist er við verkföllum og vinnustöðvunum.

Þetta er alvarleg staða fyrir íslenska ferðaþjónustu á sama tíma og rekstrarumhverfi fyrirtækjanna hefur stórversnað vegna olíuverðshækkana, skattahækkana og erfiðs efnahagsástands.


Samtökin hvetja samningsaðila til að gera sitt ítrasta til að ná samningum áður en í óefni er komið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024