Alvarleg meiðsl í bílveltu á Reykjanesbraut
Fjórir voru fluttir á sjúkrahús í Reykjavík eftir bílveltu á Reykjanesbraut, nærri Vogum, um kl. 01 í nótt. Einn af hinum slösuðu var talinn alvarlega slasaður.
Allt tiltækt lögreglu- og björgunarlið var kallað út á Suðurnesjum. Aðkoman að slysstað var ljót, en bifreiðin hafði farið þrjár til fjórar veltur og endað uppi á Reykjanesbrautinni með þeim afleiðingum að hún lokaðist. Bifreiðin er mikið skemmt, ef ekki ónýt. Slysið varð á kafla þar sem þrengingar eru vegna framkvæmda. Langar bílaraðir mynduðust, en fljótlega tókst að opna hjáleið framhjá slysstaðnum.
Harður árekstur varð á nær sama stað fyrir örfáum vikum.
Eins og áður segir er a.m.k. einn úr slysinu alvarlega meiddur, en búa þurfti um þrjá með tilliti til hryggáverka.
Myndir teknar á slysstað í nótt. VFmyndir: Hilmar Bragi