Alvarleg líkamsárás í Garði
Mikið annríki var hjá lögreglunni á Suðurnesjum í nótt vegna ölvunar og óspekta bæði í heimahúsum og við Hafnargötu.
Alvarleg líkamsárás var tilkynnt til lögreglunnar á Suðurnesjum skömmu eftir miðnætti í nótt. Í heimahúsi í Garði kom til handalögmála milli hjóna og ættingja þeirra, sem eru erlendir verkamenn. Konan var illa sködduð í andliti og var flutt með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnu Suðurnesja. Gerandinn hafði yfirgefið vettvanginn þegar lögregla kom á svæðið og er hann enn ekki fundinn.