Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Mánudagur 18. september 2000 kl. 11:51

Alvarleg líkamsárás

Karlmaður er grunaður um að hafa ekið á mann af ásetningi á aðfaranótt sunnudags. Sá sem varð fyrir bílnum fótbrotnaði en ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur. Sá slasaði var fluttur á Landsspítalann í Reykjavík. Ökumaðurinn fannst sofandi í bíl sínum í malargryfju við Sandgerði á sunnudagsmorgun. Hann var með farþega í bílnum og voru þau bæði handtekin og færð í fangageymslur lögreglunnar í Keflavík. Þar voru þau yfirheyrð en málið er enn í rannsókn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024