Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Alvarleg bilun í Reykjanesvirkjun: Viðgerð tók 12 sólarhringa
Þriðjudagur 31. október 2006 kl. 16:26

Alvarleg bilun í Reykjanesvirkjun: Viðgerð tók 12 sólarhringa

Reykjanesvirkjun er aftur komin í fullan gang eftir að alvarleg bilun kom þar upp á dögunum með þeim afleiðingum að önnur hverfilsamstæðan stöðvaðist. Á milli tíu og tuttugu menn unnu að viðgerðinni á sólarhringsvöktum í tæpa tólf sólarhringa. Viðgerðin tókst vel og er ekkert sem bendir til þess að rafallinn hafi skemmst en inn á hann fór kælisjór sem orsakaði skammhlaup.

Orsökina má rekja til tæringargats sem aftur má rekja til hönnunargalla. Hafa nú verið gerðar ráðstafanir við báðar hverfilsamtæðurnar til að fyrirbyggja að slíkt geti gerst aftur.
Samstæðurnar eru enn í ábyrgð og fellur viðgerðarkostnaðurinn á framleiðanda vélanna, Fuji Electric, en átta sérfræðingar á hans vegum komu að viðgerðinni.

Að sögn Ellerts Eiríkssonar, stjórnarformanns Hitaveitu Suðurnesja, varð bilunin til þess að HS varð að kaupa orku frá Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur til að geta uppfyllt skuldbindingar um afhendingu orku til Norðuráls. Framleiðandi vélanna muni standa straum af viðgerðarkostnaði en eftir standi það tap sem HS varð fyrir vegna kostnaðar við orkukaupin. Er HS í viðræðum við framleiðandann vegna þess sérstaklega.

Mynd: Frá Reykjanesvirkjun
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024