Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn
-Opið hús í Björginni
Þann 10. október næstkomandi er alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn og af því tilefni verður opið hús í Björginni- Geðræktarmiðstöð Suðurnesja.
Björgin er athvarf og endurhæfing fyrir fólk með geðrænan vanda af öllum toga. Markmið þeirra eru að rjúfa félagslega einangrun, efla sjálfstæði einstaklinga, auka samfélagsþátttöku þeirra, draga úr stofnanainnlögnum og þjálfa einstaklinga í atvinnutengdri hegðun og endurhæfa þá til náms eða út á vinnumarkað ef við á.
Klukkan 15.30 fer fram sala á verkum eftir félaga, vöfflum, kaffi og kakó upp í efra húsi Bjargarinnar á Suðurgötu 15-17. Klukkan 17.00 verður farið niður í aðalhúsið á Suðurgötu 12-14 þar sem fólk fær að sjá staðinn og deginum lýkur með geðræktargöngunni en farið verður af stað frá Suðurgötu 12-14 og gengið niður Hafnargötuna.