Alþjóðabjörgunarsveitin í viðbragðsstöðu
– vegna jarðskjálftans í Afganistan
Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin hefur verið sett í viðbragðsstöðu vegna jarðskjálftans í Afganistan í morgun.
Sjá Bjögunarsveitinni Suðurnes í Reykjanesbæ er nú unnið að því að yfirfara búnað sem tekinn verður með í útkall til Afganistan, ef af verður.
Fjórir björgunarsveitarmenn í Björgunarsveitinni Suðurnes eiga sæti í alþjóðabjörgunarsveitinni en hlutverk félaganna frá sveitinni í Reykjanesbæ er skyndihjálp en Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin er sett saman úr hópum sem sjá um skyndihjálp, rústabjörgun og fjarskipti.
Þegar Víkurfréttir komu við í björgunarstöðinni við Holtsgötu nú áðan var unnið af kappi við að yfirfara búnað og beðið frekari fyrirmæla.
Búnaður alþjóðasveitarinnar yfirfarinn nú áðan.