Alþjóðabjörgunarskóla, Landhelgisgæsluna og Neyðarlínuna á Keflavíkurflugvöll
Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra segir að stefna ætti að því að opna alþjóðlegan björgunarskóla á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Þá fái Landhelgisgæslan hvergi betri stað en þar og sama ætti Landsbjörg og Neyðarlínan að gera.
Össur sagði þetta á opnum fundi í Keflavík sl. fimmtudag en þá greindi hann frá miklum möguleikum Suðurnesja í náinni framtíð. Hann lofaði hvernig staðið var að stofnun háskóla á gamla varnarsvæðinu.
Þá hafi Bandaríkjamenn óskað eftir viðræðum um jarðhitasamninga.
Össur sagði að stjórnvöld gætu ekki staðið í vegi fyrir álveri í Helguvík en benti þó á að á Suðurnesjum væru margir möguleikar upp á borðinu og að hagvöxtur yrði hvergi meiri á næstu árum.
Sjá viðtal við Össur um Keflavíkurflugvöll