Alþingismaður spyr um heitt vatn með ljósleiðara
Birgir Þórarinsson í Minna-Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd og alþingismaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi sendi bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga erindi þar sem óskað er eftir að kannað verði hvort unnt sé að samnýta skurði fyrir ljósleiðara til lagningu hitaveitu á Vatnsleysuströnd.
Afgreiðsla bæjarstjórnar var að staðfesta afgreiðslu bæjarráðs á málinu. Þar segir að fyrir liggur að nú þegar liggur stofnstrengur ljóðsleiðara um Vatnsleysuströnd, svo einungis yrði unnt að nýta skurði fyrir heimtaugar. Bæjarstjóra hefur verið falið að svara bréfritara.