Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Alþingismaður spyr um heitt vatn með ljósleiðara
Mánudagur 11. febrúar 2019 kl. 09:21

Alþingismaður spyr um heitt vatn með ljósleiðara

Birgir Þórarinsson í Minna-Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd og alþingismaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi sendi bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga erindi þar sem óskað er eftir að  kannað verði hvort unnt sé að samnýta skurði fyrir ljósleiðara til lagningu hitaveitu á Vatnsleysuströnd.
 
Afgreiðsla bæjarstjórnar var að staðfesta afgreiðslu bæjarráðs á málinu. Þar segir að fyrir liggur að nú þegar liggur stofnstrengur ljóðsleiðara um Vatnsleysuströnd, svo einungis yrði unnt að nýta skurði fyrir heimtaugar. Bæjarstjóra hefur verið falið að svara bréfritara.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024