Alþingiskosningar á morgun
Landsmenn ganga til þingkosninga á morgun, annað árið í röð. Skoðanakannanir benda til þess að þessar kosningar verði sögulegar í mörgu tilliti og breytt landslag í íslenskum stjórnmálum blasi við eftir helgi ef svo fer fram sem horfir. Margir bíða því spenntir eftir úrslitunum.
Á Suðurnesjum verða kjörfundir sem hér segir:
Sandgerði: Sérstök athygli er vakin á því að kosning fer fram í Vörðunni, Miðnestorgi 3 en ekki í grunnskólanum eins og verið hefur. Kjörstaður opnar kl. 09 og lokar kl. 22.
Grindavík: Grunnskóli Grindavíkur kl. 10 – 22
Vogar: Stóru-Vogaskóli kl. 10- 22. Gengið er inn frá leikvelli.
Garður: Gerðaskóli kl. 10 – 22.
Reykjanesbær:
Kjörfundur hefst kl. 9 og stendur yfir til kl. 22.
Kosið verður á eftirtöldum stöðum:
Akurskóla fyrir íbúa í Innri Njarðvík, Höfnum og Flugvallarhverfi.
Njarðvíkurskóla fyrir íbúa í Ytri Njarðvík
Heiðarskóla fyrir íbúa í Keflavík.
Í auglýsingum frá kjörstjórnum eru kjósendur minntir á að hafa persónuskilríki meðferðis.