Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Almenningssamgöngur tryggðar á Suðurnesjum á næsta ári
Sunnudagur 23. desember 2018 kl. 15:21

Almenningssamgöngur tryggðar á Suðurnesjum á næsta ári

- Vegagerðin mun bera ábyrgð á þjónustunni

Þjónusta Strætó á Suðurnesjum hefur verið tryggð út árið 2019. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur séð um rekstur almenningssamgangna á Suðurnesjum frá árinu 2015. Samningi samtakanna við Vegagerðina var hins vegar sagt upp í byrjun árs og því hefur nokkur óvissa legið yfir samgöngum á Suðurnesjum.
 
Samkomulagi hefur nú verið náð og mun Vegagerðin taka yfir ábyrgð á almenningssamgöngum á svæðinu í stað Sambands Sveitarfélaga á Suðurnesjum. Þjónusta vagnanna verður óbreytt og munu þeir fylgja sömu tímatöflum og eru nú í gildi. Þetta fyrirkomulag mun gilda út árið 2019.
 
Leiðir Strætó á Suðurnesjum eru:
 
Leið 55 milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur
Leið 87 milli Voga og Vogaafleggjara.
Leið 88 milli Grindavíkur og Reykjanesbæjar.
Leið 89 milli Sandgerðis, Garðs og Reykjanesbæjar.
Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Strætó, straeto.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024