Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Almenningssamgöngur í Reykjanesbæ verði endurskoðaðar
Fimmtudagur 4. júlí 2002 kl. 11:29

Almenningssamgöngur í Reykjanesbæ verði endurskoðaðar

Bæjarstjórn Reykjdnesbæjar hefur vísað tillögu Kjartans Más Kjartanssonar, bæjarfulltrúa Framsóknarflokks, til bæjarráðs um að Bæjarstjórn Reykjanesbæjar feli Framkvæmda- og tækniráði að láta gera úttekt á hvort nýta megi leigubíla sem hluta af almenningssamgöngukerfi sveitarfélagsins.

Greinargerð.
Á undanförnum árum hefur það færst í aukana erlendis að endurskipulagning almenningssamgangna hafi leitt til þess að minni bílar hafi leyst strætisvagna, að einhverju eða öllu leyti, af hólmi. Markmið slíkar breytinga hefur ávallt verið að auka þjónustu, lækka kostnað, draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og minnka slysahættu. Undirritaður veit til þess að þetta hefur verið gert í Kanada, Noregi og Þýskalandi. Í þeim sveitarfélögum erlendis, þar sem þetta hefur verið gert, hefur almenn ánægja ríkt með breytingarnar. Á síðasta ári kynnti undirritaður ásamt Hjálmari Árnasyni, alþingismanni, slíkar hugmyndir m.a. fyrir framkvæmda- og tækniráði og var í þeim málflutningi lögð áhersla á að um samstarfsverkefni á milli SBK og beggja leigubílastöðvanna í Reykjanesbæ yrði að ræða. Í þeirri kynningu var sýnt fram á að hægt væri að spara verulega í kerfinu með slíkum breytingum. Í máli sínu á bæjarstjórnarfundi skömmu síðar sagði þáverandi formaður ráðsins, Björk Guðjónsdóttir, núverandi forseti bæjarstjórnar, að ráðinu hefði litist vel á hugmyndirnar. Viðar Aðalsteinsson, forstöðumaður umhverfis- og tæknisviðs Reykjanesbæjar, tók í sama streng. Fulltrúar SBK og beggja leigubílastöðvanna hafa einnig sagt hugmyndirnar skoðunarinnar virði. Það þarf ekki að vera að útfærsla hugmyndarinnar, eins og hún var þá sett fram, sé sú eina rétta. Hugmyndina má eflaust útfæra á fleiri yvegu og með það í huga er þessi tillaga sett fram.

Reykjanesbær 2. júlí 2002
Kjartan Már Kjartansson
bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024