Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Almenn prestkosning um nýjan sóknarprest verður í Keflavík
Keflavíkurprestarnir þrír, f.h. Erla, Skúli, Sigfús og Arnór Vilbergsson organisti.
Föstudagur 20. mars 2015 kl. 10:45

Almenn prestkosning um nýjan sóknarprest verður í Keflavík

Almenn prestkosning mun fara fram í Keflavíkursókn en 1807 undirskriftir af 1944 sem voru afhentar til biskupsstofu, voru löglegar. Undirskriftir fleiri en þriðjung sóknarbarna þarf til að almenn prestkosning fari fram. Alls eru 4.574 skráðir í Þjóðkirkjuna í Keflavíkursókn.

Fulltrúar biskupsstofu funduðu nýlega með kjörstjórn Keflavíkurkirkju þar sem farið var yfir málið. Áhugahópur frá Keflavíkurkirkju afhenti nýlega biskupsstofu undirskriftirnar en með þeim fylgdi ósk um að fram færi almenn prestkosning á sóknarpresti í Keflavíkurprestakalli.

Nýlega sagði Sr. Skúli Ólafsson sóknarprestur Keflavíkurprestakalls til níu ára upp störfum vegna flutnings. Alla jafna hefði nýr sóknarprestur verið valin með öðrum hætti en almennri kosningu en stuðningsfólk Erlu Guðmundsdóttur sem starfað hefur sem prestur í Keflavík síðustu sex árin fór af stað með undirskriftasöfnun. Hún gekk mjög vel og niðurstaðan sú að almenn kosning mun fara fram.
Þá mun Sigfús Ingvason prestur í Keflavík til 23 ára láta af störfum síðar á árinu og verður nýr prestur ráðinn í hans stað.

Athugasemd:
Einn þeirra sem skrifaði undir bendir á að ekki séu allir 1807 stuðningsmenn Séra Erlu. Hann hafi einfaldlega viljað að prestskosningar færu fram og því skrifað undir.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024