Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Almannavarnir vekja athygli á aukinni skjálftavirkni
Föstudagur 19. júní 2015 kl. 12:09

Almannavarnir vekja athygli á aukinni skjálftavirkni

Und­an­farn­ar vik­ur hef­ur orðið nokk­ur aukn­ing á jarðskjálfta­virkni á Reykja­nesskag­an­um og ná­grenni hans. Meðal ann­ars varð skjálfti af stærð 4 í lok maí sem átti upp­tök við Kleif­ar­vatn og fannst vel víða á höfuðborg­ar­svæðinu.

Í fram­haldi slíks at­b­urðar get­ur spennu­ástand í jarðskorp­unni orðið óstöðugra á stærra svæði í kring, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra, sem vísað er til á mbl.is.

Þar seg­ir enn­frem­ur, að grein­ing á smá­skjálft­um bendi til þess að slík­ur óstöðug­leiki geti verið til staðar allt frá Kleif­ar­vatni og aust­ur í Ölfus. Mæl­ing­ar á jarðskorpu­hreyf­ing­um síðustu árin gefi einnig vís­bend­ing­ar um að á þessu svæði sé mögu­lega tals­verð spenna sem geti losnað út í stærri skjálft­um.

„Sögu­leg­ar upp­lýs­ing­ar benda til að jarðskjálft­ar á þessu svæði geti orðið allt að 6,5 að stærð. Meðal ann­ars urðu skjálft­ar um og  yfir 6 að stærð á Bláfjalla­svæðinu árin 1929 og 1968. Þeir skjálft­ar ollu ekki miklu tjóni á höfuðborg­ar­svæðinu en þó ber að gæta að því að byggð hef­ur færst miklu nær þessu skjálfta­svæði á síðustu árum,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þá seg­ir, að bú­ast megi við því að áhrif skjálfta af þess­ari stærðargráðu í ná­læg­um byggðum (höfuðborg­ar­svæðinu, Grinda­vík, Þor­láks­höfn, Hvera­gerði og Reykja­nes­bæ) verði þannig að all­ir finni jarðskjálft­ann, marg­ir verði skelkaðir og jafn­vel hlaupi út úr hús­um. Þung hús­gögn gætu hreyfst og múr­húðun sprungið af veggj­um á stöku stað. Ann­ars er ekki að bú­ast við miklu tjóni á vel byggðum hús­um.

„Rétt er að minna íbúa á jarðskjálfta­svæðum reglu­lega á atriði sem hafa ber í huga og hvernig hægt er að minnka lík­ur á meiðslum eða tjóni á eign­um þegar jarðskjálft­ar verða. Skoða þarf hvar á heim­ili eða vinnustað hætt­ur geta leynst ef jarðskjálfti verður.  Rétt er að benda á að veru­leg hætta  get­ur verið á hruni í hell­um ná­lægt upp­tök­um stórra jarðskjálfta auk þess sem grjót get­ur hrunið úr hlíðum fjalla,“ seg­ir enn­frem­ur

Leiðbein­ing­ar um hvernig megi draga veru­lega úr hættu af völd­um jarðskálfta má finna á vefn­um www.al­manna­varn­ir.is. Mynd­band um sama efni frá Slysa­varna­fé­lag­inu Lands­björg er á Youtu­be.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024