Dubliner
Dubliner

Fréttir

Almannavarnir skoða varaafl og varavatnsból í Grindavík
Björgunarsveitin Þorbjörn tengir símstöðina í Grindavík við varaafl í skjálftahrinunni snemma á síðasta ári. VF-mynd: Páll Ketilsson
Föstudagur 27. maí 2022 kl. 15:23

Almannavarnir skoða varaafl og varavatnsból í Grindavík

HS Orka hefur í samvinnu við HS Veitur hafa kortlagt viðbrögð við náttúruhamförum á Reykjanesi. Þá hefur átt sér stað samtal við Landnet um varnir við loftlínur meðfram Reykjanesbraut vegna hraunrennslis. Þetta kom fram á fundi almannavarnanefndar Grindavíkur á dögunum.

Varaaflsstöðvar við virkjun HS Orku í Svartsengi voru einnig til umræðu á fundinum en fulltrúi HS Orku hefur verið boðaður á næsta fund almannavarna í Grindavik til að fara betur yfir stöðuna varðandi rafmagnsmál, varavatnsból og fleira.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Varaaflstöðvar við byggingar og önnur mannvirki innan Grindavíkur voru einnig til umræðu. Skipuleggja þarf prófun á varaaflsstöð við íþróttamiðstöðina í Grindavík og halda áfram með vinnu við tengingu á varaafli við Víðihlíð. Rætt var um tenginu á varaafli við spennistöð HS veitna við Grindavíkurveg, tengingu við höfnina og varaafli við bensíndælur í sveitarfélaginu.

Rýmingaráætlanir stofnana Grindavíkurbæjar og annarra fyrirtækja í sveitarfélaginu voru til umræðu á fundinum. Fara þarf yfir þær áætlanir sem gerðar hafa verið og uppfæra áætlanir eftir þörfum.

Íbúafundur vegna óvissustigs almannavarna var haldinn í Grindavík í síðustu viku. Nánar er fjallað um fundinn í blaðinu í dag.

Dubliner
Dubliner