Almannavarnir skoða afhendingaröryggi raforku á Suðurnesjum
Öryggi dreifikerfis raforku á Suðurnesjum verður ekki tryggt fyrr en tvær flutningslínur fyrir raforku til Suðurnesja verða komnar upp. Þetta kom fram á síðasta fundi Almannavarna Suðurnesja þar sem afhendingaröryggi raforku á Suðurnesjum var til umfjöllunar.
Fulltrúar HS Veitna kynntu stöðu afhendingaröryggis rafmagns á Suðurnesjum. Þeir segja öryggi dreifikerfisins verði ekki tryggt fyrr en tvær flutningslínur rafmagns verði komnar upp. Áhyggjuefnið snýr að Suðurnesjalínu 1, því ef hún dettur út, horfi til vandamála.
Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum, fór yfir stöðu undirbúningsvinnu á fundi almannavarna Landsnets varðandi fyrirhugaða Suðurnesjalínu 2. Stefnt er að því að fá fund Almannavarnanefndarinnar og fulltrúa frá HS Orku.