Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Almannavarnir ítreka að svæðið er hættulegt
Ljósmynd: Sigurður Ólafur Sigurðsson
Þriðjudagur 14. nóvember 2023 kl. 10:31

Almannavarnir ítreka að svæðið er hættulegt

Hratt landris mælist við Svartsengi

Frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum: Stefnt er að verðmætabjörgun fyrirtækja við höfnina frá kl. 10 í dag. Stefnt er að því að íbúar sem ekki komust til Grindavíkur í gær geti farið inn í bæinn eftir hádegi í dag, meta þarf þó með hvaða hætti það verður gert.  Nánara fyrirkomulag verður sent út þegar skipulag dagsins liggur fyrir.

Almannavarnir ítreka að svæðið er hættulegt. Veðurstofan mælir áframhaldandi og stöðugt sig lands í sigdældinni sem myndast hefur í Grindavík. Sprungur geta myndast án fyrirvara sem og eldsumbrot.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eldgos er talið líklegt á svæðinu. Almenningur má alls ekki fara á einkabílum inn á það svæði sem talið er hættulegast sem teygir sig austur fyrir Víkurbraut. Eingöngu verður farið inn á það svæði í fylgd viðbraðgsaðila.  Hratt landris mælist við Svartsengi.