Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Almannavarnir boða til upplýsingafundar vegna jarðhræringa
Mánudagur 6. nóvember 2023 kl. 13:17

Almannavarnir boða til upplýsingafundar vegna jarðhræringa

Upplýsingafundur Almannavarna verður haldinn í dag kl. 15:00 í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Fundinum stýrir Víðir Reynisson sviðsstjóri Almannavarna. Hann fer yfir stöðu mála vegna jarðhræringanna á Reykjanesinu.

Fundurinn verður sýndur beint í sjónvarpinu á RÚV, táknmálstúlkaður á hliðarrásinni RÚV 2, í beinni á vefnum og útvarpað á Rás 2.

Einnig verða á fundinum Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, Kristinn Harðarson, framkvæmdarstjóri frá HS Orku og Páll Erland, forstjóri hjá HS Veitum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fundurinn er haldinn til miðla upplýsingum og fara yfir þau verkefni sem unnið er að vegna jarðhræringanna á Reykjanesi.

Veðurstofa Íslands gaf út tilkynningu í hádeginu þar sem segir að aflögunarmælingar sýna að landris heldur áfram á svæðinu NV við Þorbjörn og eru vísbendingar um aukinn hraða á þenslu frá því á föstudaginn 3. nóvember. Frá 27. október hefur land risið um 7 sentimetra skv. GPS mælistöð á Þorbirni. Aflögunin verður vegna kvikusöfnunar í syllu á um 5 km dýpi.

Skv. uppfærðum líkanreikningum, sem byggja á gögnum frá 27. október til 3. nóvember, er syllan orðin tvöfalt stærri en þær fjórar syllur sem hafa myndast við Þorbjörn frá árinu 2020. Innflæði inn í sylluna er metið um 7,5 m3/s sem er fjórfalt hraðar en fyrri innskot við Þorbjörn.

Á meðan að kvikusöfnunin heldur áfram má gera ráð fyrir skjálftavirkni á Reykjanesskaga vegna þess að kvikuinnskotið veldur aukinni spennu á svæðinu.