Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Almannavarnarstigið lækkað úr hættustigi niður á óvissustig
Mánudagur 18. október 2021 kl. 15:19

Almannavarnarstigið lækkað úr hættustigi niður á óvissustig

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hefur ákveðið að lækka almannavarnastig vegna eldgoss í Geldingadölum úr hættustigi niður í óvissustig.

Virkni í gígnum í Geldingadölum hefur legið niðri síðustu fjórar vikur og óróamælingar hafa verið í samræmi við það. Skjálftavirkni jókst sunnan Keilis í byrjun október, en hefur gengið niður síðustu daga. Enn er fylgst vel með svæðinu með tilliti til aukinnar skjálftavirkni, óróa og landbreytinga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Áfram má búast við hættum á svæðinu og er fólki ráðlagt frá því að ganga á hraunbreiðunni eða reyna að nálgast gíginn.

Þann 20. mars sl. var almannavarnastigið lækkað frá neyðarstigi niður á hættustig.