Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Allý gengst undir aðra aðgerð í fyrramálið
Mánudagur 11. október 2004 kl. 16:48

Allý gengst undir aðra aðgerð í fyrramálið

Aðalheiður Lára Jósefsdóttir eða Allý eins og hún er kölluð þarf að gangast undir fjórðu húðágræðsluaðgerðina í fyrramálið. Húðin á hluta neðri hluta líkama hennar hefur ekki gróið nógu vel og er aðgerðin því nauðsynleg. Allý sem er 15 mánaða brenndist lífshættulega fyrir 6 vikum í Keflavík og var í kjölfarið flutt á brunadeild danska ríkisspítalans. Er reiknað með að heimkoma Allýjar til Íslands seinki um tvær vikur vegna aðgerðarinnar.
Að sögn Guðrúnar Brynjólfsdóttur vinkonu fjölskyldu Allýjar líður henni ágætlega. „Hún fékk að fara með foreldrum sínum og bróður í göngutúr niður Strikið um helgina og henni fannst það mjög gaman,“ sagði Guðrún í samtali við Víkurfréttir.

Hér má lesa viðtal við móður Allýjar en viðtalið birtist í Víkurfréttum 30. september.

Myndin: Allý á sjúkrahúsinu í Danmörku. © Katrín Sveinbjörnsdóttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024