Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Allt undir sama þaki í veglegum bíl
Fimmtudagur 7. ágúst 2014 kl. 07:00

Allt undir sama þaki í veglegum bíl

- Nýr eiturefna- og dælubíll hjá Brunavörnum Suðurnesja

Brunavarnir Suðurnesja hafa tekið til notkunar stóran eiturefna- og dælubíl sem séð getur um áfyllingu á súrefniskúta á vettvangi stórra útkalla. Bílinn mun leysa af aðrar kerrur sem hafa borið ýmsan búnað sem fylgir slökkviliðinu í útköll.

Bíllinn er af gerðinni Renault Premier og er árgerð 1999. Bílnum er ætlar að sjá um eiturefna og lekamál sem komið geta upp en dælubúnaður fyrir slík tilfelli eru í bílnum. Eins verður bíllinn alltaf sendur á vettvang þegar stóra bruna ber að garði. Slökkviliðsmennirnir sjálfir eru búnir að vinna í bílnum síðan í október á síðasta ári á milli þess sem þeir sinna daglegum störfum og útköllum. Kaupin á bílnum voru fjármögnuð með því að selja kerru sem áður var notuð undir búnað af þessu tagi en hentaði ekki fyrir Brunavarnir Suðurnesja. „Við fengum bílinn á mjög góðu verði. Upphaflega var þetta flutningabíll hjá Agli Skallagrímssyni og var notaður undir gosdrykki og annað. Síðan var hann í eigu fyrirtækis sem var með endurvinnslu og því er óhætt að segja að það hafi verið góð bjórlykt úr bílnum,“ segir Ómar Ingimarsson aðalvarðstjóri í samtali við blaðamann. Einar í Merkiprent sá um að filma húsið á bílnum en bíllinn hefur allur verið tekinn í gegn og er fallega rauður á litinn. Suðurnesjamenn hafa séð um alla þá vinnu enda miklir fagmenn á svæðinu að sögn Ómars. Hann segir að líklega sé ekkert slökkvilið á landinu með slíkan bíl til umráða og eru þeir á stöðinni hæstánægðir með græjuna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Við erum með þessu að losa okkur við 4-5 kerrur sem hafa verið notaðar undir búnaðinn en þær þarf að flytja á vettvang á sérstökum bílum. Þessi bíll verður á svæðinu þegar við förum í stærri útköll og í honum verður allt til alls. Í bílnum er ljósavél og dælur og herbergi þar sem fylla má á kúta. Við erum að leggja lokahönd á bílinn en hann er klár ef þarf á að halda,“ segir Ómar.