Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Allt tiltækt slökkvilið kallað að Plastgerð Suðurnesja
Sunnudagur 14. september 2003 kl. 14:58

Allt tiltækt slökkvilið kallað að Plastgerð Suðurnesja

Allt tiltækt slökkvilið í Reykjanesbæ var kallað að Plastgerð Suðurnesja í hádeginu í dag þegar mikinn svartan reyk lagði frá verksmiðjunni við Framnesveg. Þegar slökkvilið Brunavarna Suðurnesja kom á staðinn kom hins vegar í ljós að eldur var ekki laus í húsinu, heldur hafði orðið ófullkominn bruni í gufuofni verksmiðjunnar með þeim afleiðingum að mikinn svartan reyk lagði frá skorsteini. Hann er hins vegar ekki það hár að reykinn lagði með þaki hússins þannig að útlit var fyrir að húsið væri að brenna.

Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja er hátt áhættumat fyrir þessa verksmiðju, enda mikið af plastefnum og öðrum hættulegum efnum í húsinu. Þá eru tvö hótel mjög nærri, auk fjölbýlishúss, bensínstöðvar og smurstöðvar. Vindátt var þannig að reykinn lagði yfir hannað hótelið en ef um bruna í verksmiðjunni hefði verið að ræða, þá væri reykurinn mjög eitraður.

Sem betur fer fór allt vel og varalið slökkviliðsins strax afturkallað.

Meðfylgjandi mynd tók Hilmar Bragi á vettvangi í hádeginu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024